3. Olil Amble

Gestur þáttarins er Olil Amble! Hún er frábær þjálfari, metnaðarfull reiðkona og gjöfull kennari sem hefur sýnt mátt sinn í verki á keppnisvellinum, nú síðast á heimsmeistaramótinu í Berlín þar sem hún kemur efst inn í A - úrslit í fimmgangi á hinum heimaræktaða Álfarinn frá Syðri- Gegnishólum. Hún er, ásamt manni sínum Bergi Jónssyni, margverðlaunaður ræktandi og býr nú á Syðri- Gegnishólum og rekur þar hrossaræktarbú með miklum myndarskap með honum.

Hún sagði okkur frá sínum fyrstu kynnum af hestum, vegferðinni frá upphafi sinna atvinnumennsku og örlagadísinni hennar, Álfadís frá Selfossi.

Við minnum á að Fjórtaktur er bæði á Facebook og Instagram og svo má alltaf senda okkur línu á fjortaktur@gmail.com!

Share | Download(Loading)