Gestur þáttarins er Hinrik Sigurðsson reiðkennari og spekúlant sem hefur sökkt sér í þessi fræði og nálgast stöðu sína sem leiðbeinandi af miklum metnaði og hugsjón. 

Við ræddum markmiðasetningu, hugarþjálfun, hvernig maður tæklar vandamál, hvernig maður verður betri leiðbeinandi, Reiðmanninn og hvort skipti meira máli, að ná lokatakmarkinu eða njóta vegferðarinnar.

Haustið er svo sannarlega tími til að líta um öxl, móta sér ný markmið, hugsa inn á við og láta sig dreyma. Vonandi verður þessi þáttur góð viðbót fyrir hestamenn sem vilja ná enn lengra, sama hvað þeir ætla sér! 

Share | Download(Loading)