Í þessum þætti af Fjórtakti fá hlustendur að kynnast gæðingakeppninni frá A-Ö! Þeir Valdimar Ólafsson og Sindri Sigurðsson Landsdómarar sögðu okkur frá því hvað felst í þessari keppnisgrein, hverju er verið að leita að í dómgæslu og í hvaða greinum er hægt að keppa. Gæðingakeppni er fyrsta keppnisgreinin sem búin var til fyrir íslenska hestinn og þeir sögðu okkur frá hvernig dómgæslu var háttað á þeim tíma og hvaða nýju greinar eru að líta dagsins ljós núna síðustu ár. 

Styrktaraðili þáttarins er KEMIS. Ef þú ert að hugað að því leggja reiðtstíg eða laga reiðgerðið þá mælum við með að kíkja til þeirra á Breiðhöfða 15 og fá ráðleggingar um bestu jarðvegsdúkana! 

Share | Download(Loading)