4. Stangarlækur 1

Hjónin á Stangarlæk 1 eru gestir þessa þáttar!

Þau hafa stundað hrossarækt meðfram sinni hestamennsku um árabil en færðu sig yfir í Kjarnholtsblóðið þegar þau festu kaup á tveim hryssum úr stóði Magnúsar bónda. Í dag hefur ræktunin borið heldur betur blómlegan ávöxt, hann Kveik frá Stangarlæk. Kveikur hefur hlotið hæðstu einkunn fjórgangara í heiminum og nýbyrjaður sinn keppnisferil með sínum snjalla og metnaðarfulla þjálfara. Þau Birgir og Ragna eru metnaðarfullir ræktendur, drifin áfram af ástríðu. 

Í þessum þætti segja þau okkur frá upphafinu, afhverju Kjarnholtsblóðið heillaði þau, hugsjónum þeirra og vegferðinni sem það er að rækta heimsmethafa. 

Share | Download(Loading)